Úr bæjarlífinu
Óli Már Aronsson
Hella
Haldið var upp á 40 ára afmæli sundlaugarinnar á Hellu 28. september. Við það tækifæri var frumsýnt myndband sem Einar Kristinsson tók upp á sínum tíma og er aðgengilegt á Youtube. Þá var við sama tækifæri tekinn í notkun nýr innrauður sánuklefi.
Íbúaráð er tekið til starfa í sveitarfélaginu, en meginmarkmið þess er að vinna að auknu íbúalýðræði innan sveitarfélagsins með þátttöku íbúa og að vera formlegur vettvangur íbúa um hagsmuni þeirra og þjónustu sveitarfélagsins. Stuðla að meiri tengingu á milli stjórnkerfisins og íbúa og vera vettvangur fyrir íbúa til að vera virkir þátttakendur í stefnumörkun sveitarfélagsins. Einnig vonast sveitarstjórn til að ráðið verði ráðgefandi fyrir stjórnsýsluna og stuðli að eflingu félagsauðs
...