Kvikmyndin Eftirleikir, í leikstjórn Ólafs Árheim, var frumsýnd hér á landi á fimmtudaginn. Segir í kynningu á myndinni að um sé að ræða ógnartrylli um eftirleiki ofbeldisfullra átaka á milli nokkurra einstaklinga, sem eigi sér stað á þremur…
Kvikmyndin Eftirleikir, í leikstjórn Ólafs Árheim, var frumsýnd hér á landi á fimmtudaginn.
Segir í kynningu á myndinni að um sé að ræða ógnartrylli um eftirleiki ofbeldisfullra átaka á milli nokkurra einstaklinga, sem eigi sér stað á þremur mismunandi tímapunktum yfir þrjá áratugi.
„Hver atburður er tengdur hinum í gegnum langvarandi afleiðingar og leiðir persónurnar að lokum til frumlegra hefndaraðgerða.“
Með aðalhlutverk fara þau Andri Freyr Sigurpálsson, Vivian Ólafsdóttir, Jói Jóhannsson, Ingibjörg Reynisdóttir, Eggert Þ. Rafnsson, Halldór Gylfason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Guðmundur R. Sigtryggsson og Grétar Már Garðarsson. Rætt verður við leikstjórann Ólaf Árheim á menningarsíðum Morgunblaðsins á mánudaginn.