Áttatíu og fimm prósentin úr skoðanakönnuninni voru þarna með öllu gleymd. Nú var það bara spurning um að þjóna prósentunum þremur …

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Nýafstaðið er þing Alþýðusambands Íslands. Undirbúningur var til fyrirmyndar og þinghaldið eftir því, fjölbreytt, málefnalegt og opið. Heill dagur var með málstofum þar sem einstök mál voru tekin til umfjöllunar, heilbrigðismál, orkumál, auðlindir og markaðsmál og reynt að máta allt inn í það samfélagsmódel sem verkalýðshreyfingunni finnst vera eftirsóknarverðast. Svona var þingið skipulagt og gekk þessi formúla upp að miklu leyti, en ekki öllu, enda ekki við allt ráðið.

Ég þykist vera umræðuhæfur um þetta þing Alþýðusambands Íslands því ég sat sem fastast og hlustaði á erindi og umræður allan daginn sem þinghaldið var

...