Valur vann endurkomusigur á Gróttu, 22:21, á útivelli í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Með sigrinum fór Valur upp í 12 stig og annað sæti deildarinnar. Grótta er í áttunda sæti með níu stig. Grótta var með fimm marka forskot, 17:12, þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Valsmenn neituðu að gefast upp, jöfnuðu í 20:20 og knúðu fram sigur í blálokin, en Færeyingurinn Bjarni í Selvindi skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. » 40