Heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík sumarið 1972 var valið minnisstæðasti skákviðburðurinn í 100 ára sögu FIDE. Þetta var tilkynnt við sérstaka athöfn í tilefni aldarafmælis FIDE sem fram fór samhliða Ólympíumótinu í Búdapest í september
Góður gripur Hilmar Viggósson, sem var gjaldkeri SÍ sumarið 1972, og Guðmundur G. Þórarinsson, sem þá var forseti SÍ, handleika gripinn góða.
Góður gripur Hilmar Viggósson, sem var gjaldkeri SÍ sumarið 1972, og Guðmundur G. Þórarinsson, sem þá var forseti SÍ, handleika gripinn góða. — Ljósmynd/Skáksögufélagið

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík sumarið 1972 var valið minnisstæðasti skákviðburðurinn í 100 ára sögu FIDE. Þetta var tilkynnt við sérstaka athöfn í tilefni aldarafmælis FIDE sem fram fór samhliða Ólympíumótinu í Búdapest í september. Þetta er engin smávegis viðurkenning og þótt hún miðist við síðustu 100 ár, eða frá því að FIDE var stofnað í París í júlí 1924, er raunverulega verið að segja að þessi atburður, sem leysti úr læðingi verk á sviði kvikmynda, heimildarmynda, þáttagerðar, bókmennta, leikverka, söngleikja og dægurtónlistar, sé algerlega einstæður í skáksögunni. Tveir stjórnarmenn Skáksambandsins meðan á „Einvígi aldarinnar“ stóð, Guðmundur

...