Heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík sumarið 1972 var valið minnisstæðasti skákviðburðurinn í 100 ára sögu FIDE. Þetta var tilkynnt við sérstaka athöfn í tilefni aldarafmælis FIDE sem fram fór samhliða Ólympíumótinu í Búdapest í september
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík sumarið 1972 var valið minnisstæðasti skákviðburðurinn í 100 ára sögu FIDE. Þetta var tilkynnt við sérstaka athöfn í tilefni aldarafmælis FIDE sem fram fór samhliða Ólympíumótinu í Búdapest í september. Þetta er engin smávegis viðurkenning og þótt hún miðist við síðustu 100 ár, eða frá því að FIDE var stofnað í París í júlí 1924, er raunverulega verið að segja að þessi atburður, sem leysti úr læðingi verk á sviði kvikmynda, heimildarmynda, þáttagerðar, bókmennta, leikverka, söngleikja og dægurtónlistar, sé algerlega einstæður í skáksögunni. Tveir stjórnarmenn Skáksambandsins meðan á „Einvígi aldarinnar“ stóð, Guðmundur
...