Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þetta er í fjórða sinn sem við Brogan sjáum um að stýra hátíðinni og þetta árið erum við að velta fyrir okkur hver séu mörk líkamans, því enn er óþekkt hvað líkamar okkar eru færir um. Við viljum með hátíðinni ögra hugmyndum samfélagsins um líkamann og dans, hverjir dansa og hverjir fá að taka þátt í menningarlífi landsins, hvaða líkama við fáum að sjá á sviði og hvaða raddir heyrast. Við reynum að gera okkar besta til að þenja þau mörk og auka aðgengi allra að menningarþátttöku,“ segir Pétur Ármannsson, sem ásamt konu sinni, Brogan Davison, hefur staðið í ströngu undanfarin misseri við undirbúning og skipulag fimm daga sviðslistahátíðarinnar Reykjavík Dance Festival, sem haldin verður 13. til 17. nóvember í höfuðborg-
inni.