Finnska strandgæslan segir að stöðugt sé verið að trufla og lama gervitunglasamband yfir Eystrasalti. Vandamálið hafi fyrst orðið áberandi í apríl á þessu ári og síðan þá hafi stöðug truflun átt sér stað. Á sama tíma hafa mörg flutninga- og olíuskip á svæðinu sent frá sér falskar upplýsingar um staðsetningu eða jafnvel slökkt alfarið á staðsetningarbúnaði sínum. Skip þessi eru grunuð um að hafa haft viðkomu í rússneskum höfnum.

Lulu Ranne innanríkisráðherra Finnlands segir Moskvuvaldið bera ábyrgð á truflun gervitungla yfir Eystrasalti og Finnlandi. Eru það gervihnattaleiðsögukerfin GNSS og GPS sem verða fyrir truflunum.

Flytja íhluti og búnað

Strandgæslan segir truflanirnar mjög alvarlegar og að þær geti valdið sjófarendum mikilli hættu. Dæmi séu um að skip hafi villst af leið sinni um Eystrasalt.

...