Breska fyrirtækið Swan Hellenic, sem gerir út skemmtiferðaskip víða um heim, hefur ákveðið að hætta við að sigla til Íslands næstu tvö ár. Þetta kemur fram í umsögn félagsins við frumvarp fjármálaráðherra sem mælir fyrir nýju innviðagjaldi á farþega …
Húsavík Þrjú minni skemmtiferðaskip í höfn á Húsavík en óvissa er um siglingar slíkra skipa á næsta ári vegna óútfærðs afnáms ívilnana.
Húsavík Þrjú minni skemmtiferðaskip í höfn á Húsavík en óvissa er um siglingar slíkra skipa á næsta ári vegna óútfærðs afnáms ívilnana. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Baksvið

Arinbjörn Rögnvaldsson

Andrea Sigurðardóttir

Breska fyrirtækið Swan Hellenic, sem gerir út skemmtiferðaskip víða um heim, hefur ákveðið að hætta við að sigla til Íslands næstu tvö ár.

Þetta kemur fram í umsögn félagsins við frumvarp fjármálaráðherra sem mælir fyrir nýju innviðagjaldi á farþega stærri skemmtiferðaskipa samhliða niðurfellingu virðisauka- og tollívilnana á þau minni um áramótin.

Fram kemur í umsögninni að Ísland sé mjög samkeppnishæfur áfangastaður fyrir bæði stór og minni skemmtiferðaskip. Til að minni skipin nái árangri í krefjandi samkeppnisumhverfi verði þau að setja saman einstakar ferðaáætlanir sem henti smærri sveitarfélögunum, sem búa ekki yfir innviðum til að taka móti stórum skipunum.

...