Þessi meðferð virðist minnka færnisskerðingu, en margir fara að draga sig í hlé í daglegu lífi, í vinnu, áhugamálum, heimilislífi og samskiptum við aðra.
Elín Broddadóttir leitar að fólki í rannsókn sem kemur vonandi mörgum til góða í framtíðinni.
Elín Broddadóttir leitar að fólki í rannsókn sem kemur vonandi mörgum til góða í framtíðinni. — Morgunblaðið/Ásdís

Þjáist þú af þrálátri þreytu, verkjum, svefnvanda, magavandamálum eða öðrum þrálátum líkamlegum einkennum? Á þessum orðum hefst auglýsing þar sem fólki býðst að taka þátt í rannsókn Elínar Broddadóttur, hannaðri til að finna leiðir til að takast á við líkamlega verki. Elín vinnur á Samskiptastöðinni sem klínískur sálfræðingur og sinnir þar bæði ungmennum og fullorðnum en er einnig í hlutastarfi hjá Háskólanum í Reykjavík sem rannsakandi. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Oxford-háskóla og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Að minnka vanlíðan

„Við erum að þróa og árangursmeta nýja hugræna atferlismeðferð við þrálátum líkamlegum einkennum. Þessi einkenni eiga sér oft óljósa útskýringu; kannski var það slys eða sýking og einhvern veginn náði fólk sér ekki og enn aðrir vita ekkert hvaðan einkennin

...