Laugarnes Frítt verður inn á Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á morgun.
Laugarnes Frítt verður inn á Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á morgun. — Morgunblaðið/Eggert

Efnt er til Laugarnesvöku í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morgun klukkan 15 til stuðnings náttúru og búsetulandslagi í Laugarnesi. Í tilkynningu er vakin athygli á því að verið sé að þrengja enn frekar að tanganum með háhýsum úr norðri og landfyllingum. Þá kemur fram að stefnt sé að stofnun félags til að efla þann stóra hóp sem sýnt hefur áhuga á því að Laugarnestangi njóti verndar til framtíðar. Um sé að ræða einu óspilltu fjöruna á norðurströnd Reykjavíkurborgar og þar sé svæði með fjölbreyttan náttúrulegan gróður, griðland fugla og menjar um búsetu allt frá landnámi. Á Laugarnesvöku verður einnig hafin undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála að Laugarnes verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Ókeypis verður inn á safnið þennan dag og heitt kaffi á könnunni. Dagskrá stýra Þuríður Sigurðardóttir listamaður og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari.