Mikilvægt er að hræringar í stjórnmálum verði ekki til þess að áform um eflingu afreksíþrótta verði að engu við gerð fjárlaga næsta árs. Þetta segir efnislega í umsögn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, um frumvarp til fjárlaga ársins 2025 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi
Ólympíuleikar Íslandi allt.
Ólympíuleikar Íslandi allt. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Mikilvægt er að hræringar í stjórnmálum verði ekki til þess að áform um eflingu afreksíþrótta verði að engu við gerð fjárlaga næsta árs. Þetta segir efnislega í umsögn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, um frumvarp til fjárlaga ársins 2025 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.

Tiltekið er að mikil vinna liggi að baki tillögum um bætta umgjörð afreksstarfsins og skýrslu sem starfshópur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytis vann hafi verið skilað í fyrra. Sérsambönd einstakra íþróttagreina hafa einnig sent inn samhljóða umsagnir.

„Miklar væntingar eru af hálfu íþróttahreyfingarinnar um framgang þessara tillagna enda um byltingu að ræða,“ segir í umsögn. Þar er tiltekin sérstaklega

...