Það er engin lækning og leiðin til bata er að sættast við það og reyna ekki að leita lækninga.
Eiríkur Bergmann. Myndverkið er grunnmyndin af kápu bókarinnar og er eftir Halldór Baldursson.
Eiríkur Bergmann. Myndverkið er grunnmyndin af kápu bókarinnar og er eftir Halldór Baldursson. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Óvæntur ferðafélagi er titill nýrrar bókar eftir Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Kveikja bókarinnar var kvilli sem skyndilega helltist yfir Eirík og nefnist Severe Tinnitus Disorder, hljóð í höfði sem hann losnar ekki við.

„Þetta er minningabók en líka dagbók sem ég hélt í glímunni við kvillann, frá örvæntingu til sáttar. Um tíma hélt ég í alvöru að lífi mínu væri lokið í allri merkingarbærri mynd, ég yrði bara aumingi,“ segir Eiríkur. „Þetta var á covid-tímanum og mér fannst ég vera að lokast af alls staðar. Ég fékk mikla innilokunarkennd, fannst ég vera að lokast inni í eigin huga um leið og þjóðfélagið var að lokast. Ég flúði til Kanaríeyja með dóttur minni og var þar veturlangt og náði ágætum bata. Fór í jógahóp og alls konar furðulegt dót sem er mér framandi en það bjargaði mér í

...