„Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra hefur ákveðið að láta fara fram eins konar manntal hjá ríkinu, þannig, að óyggjandi upplýsingar liggi fyrir um starfsmannafjölda í þjónustu ríkis og ríkisfyrirtækja.“ Kom þetta fram í viðtali við…
Matthías Á. Mathiesen í þinginu 1977. Í baksýn er nafni hans Bjarnason.
Matthías Á. Mathiesen í þinginu 1977. Í baksýn er nafni hans Bjarnason. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

„Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra hefur ákveðið að láta fara fram eins konar manntal hjá ríkinu, þannig, að óyggjandi upplýsingar liggi fyrir um starfsmannafjölda í þjónustu ríkis og ríkisfyrirtækja.“

Kom þetta fram í viðtali við fjármálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu á þessum degi fyrir hálfri öld.

Í viðtalinu sagði Matthías að hann hefði skrifað öllum ráðuneytum með óskum um skrá yfir starfsmenn á þeirra vegum og yrði stefnt að því, að starfsmannaskrá ríkisfyrirtækja fylgdi með fjárlagafrumvarpinu á hverju ári. „Þá skýrir ráðherrann frá því, að ríkisstjórnin muni á næstunni leggja fram frumvarp, sem á að tryggja meiri festu í ráðningu opinberra starfsmanna og um leið að koma í veg fyrir fjölgun þeirra,“ stóð í frétt blaðsins.

Fjármálaráðherra skýrði enn fremur frá

...