Einar Örn Benediktsson listamaður og bandaríski rithöfundurinn Erin Boggs opna í dag klukkan 16.00 sýninguna A Journey of Iceland – From Darkness to Light í Listamönnum Galleríi að Skúlagötu 32
Einar Örn Benediktsson listamaður og bandaríski rithöfundurinn Erin Boggs opna í dag klukkan 16.00 sýninguna A Journey of Iceland – From Darkness to Light í Listamönnum Galleríi að Skúlagötu 32. Sýningin er sögð skynreisa þar sem leyndardómsfull fegurð Íslands er könnuð í gegnum listaverk eftir Einar Örn, ljóð eftir Erin Boggs og tónlist eftir Kaktus Einarsson. Sýningarrýminu er skipt upp í fjóra hluta þar sem gestir færast úr myrkri yfir í ljós. Málverk, textar, tónlist og lýsing móta upplifunina fyrir hvern hluta. Sýningin stendur til 17. nóvember og er opin kl. 9-17. Samhliða sýningunni gefa þau út bókverk með sama nafni sem byggt er á verkum úr sýningunni.