Samfylkingin kynnti stefnu í húsnæðismálum í vikunni, þar með talið um bráðaaðgerðir og kerfisbreytingar. Meðal þess sem Kristrún Frostadóttir, aðalleikari Samfylkingarinnar, sagði í þessu sambandi var að boðaðar væru kerfisbreytingar til lengri tíma. Þar sé verið að tala um „nýja nálgun í skipulagsmálum“ þar sem ferlar verði einfaldaðir og „að uppbygging nýrra íbúðahverfa með tilheyrandi innviðakostnaði verði gerð fjárhagslega sjálfbær fyrir sveitarfélög.“
Þetta hljómar óneitanlega eins og viðurkenning á því að Reykjavíkurborg hafi dregið lappirnar í uppbyggingu nýrra íbúðahverfa. Borgin hefur lagt alla áherslu á þéttingu byggðar, sem skilar íbúðum hægar en ný hverfi auk þess sem íbúðir á þéttingarreitum eru mun dýrari en aðrar. Þetta hefur meðal annars skilað sér í hærri verðbólgu og vöxtum, en aðalleikarinn gengur að vísu ekki svo langt að viðurkenna það.
...