Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þegar 111 ára saga Morgunblaðsins er skoðuð má sjá að blaðið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á viðtöl við fólk af öllum stéttum.
Hér verður rifjað upp 50 ára gamalt viðtal við athafnamanninn Einar Guðfinnsson í Bolungarvík. Einar var litlum efnum búinn en með dugnaði og elju tókst honum að byggja upp atvinnurekstur sem var einstakur á landsvísu. Einar var útnefndur heiðursborgari Bolungarvíkur 1974, sá fyrsti í sögu sveitarfélagsins.
Morgunblaðið er 111 ára í dag, 2. nóvember. Á 110 ára afmælinu í fyrra var hleypt af stokkunum umfjöllun, þar sem rifjuð hefur verið upp saga lands og þjóðar í 110 ár gegnum fréttir blaðsins. Tvær greinar hafa birst í viku
...