Skilgreina verður menningu og skapandi greinar sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Þessa þætti þarf sömuleiðis að taka inn í atvinnustefnu stjórnvalda með skilgreindum vaxtarmöguleikum og líta á hana sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu en ekki sem kostnað líðandi stundar
Tónlist Bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma með Sinfóníuhljómsveit Íslands á dögunum. Listin gefur lífinu svo sannarlega lit og léttir lundina.
Tónlist Bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma með Sinfóníuhljómsveit Íslands á dögunum. Listin gefur lífinu svo sannarlega lit og léttir lundina. — Morgunblaðið/Karítas Sveina

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Skilgreina verður menningu og skapandi greinar sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Þessa þætti þarf sömuleiðis að taka inn í atvinnustefnu stjórnvalda með skilgreindum vaxtarmöguleikum og líta á hana sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu en ekki sem kostnað líðandi stundar.

Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur, sem fjallar um þessi efni á Þjóðarspegli, málþingi félagsvísindasviðs Háskóla Íslands sem er haldið nú í vikunni. Hann vann rannsókn um þetta efni fyrir menningar-

...