Markahæst Landsliðskonan unga Alfa Brá Hagalín sækir að marki Selfyssinga á Selfossi í gærkvöldi. Hún var markahæst hjá Fram með sjö mörk.
Markahæst Landsliðskonan unga Alfa Brá Hagalín sækir að marki Selfyssinga á Selfossi í gærkvöldi. Hún var markahæst hjá Fram með sjö mörk. — Ljósmynd/Guðmundur Karl

Harpa Valey Gylfadóttir tryggði nýliðum Selfoss sterkt stig á heimavelli gegn Fram í úrvalsdeild kvenna í handbolta á Selfossi í gærkvöldi. Urðu lokatölur 27:27 og jafnaði Harpa metin þegar rúm hálf mínúta var til leiksloka.

Fram er með tíu stig í öðru sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Selfoss er í 4.-5. sæti með sex stig.

Fram náði mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en með góðum lokakafla tókst Selfossi að jafna og voru hálfleikstölur 15:15. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn betur og var með þriggja marka forskot, 22:19, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.

Fram neitaði að gefast upp og komst í 27:26 þegar skammt var eftir. Skoraði Harpa þá markið sem tryggði Selfossi stig.

...