Nú þegar húsnæðiseigendur standa margir frammi fyrir mikilli hækkun greiðslubyrði hafa stjórnvöld ekki aðra lausn en að ýta fólki út á leigumarkað.
Fasteignir Fólk vill eiga raunverulegan kost á að kaupa sitt eigið húsnæði.
Fasteignir Fólk vill eiga raunverulegan kost á að kaupa sitt eigið húsnæði. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Snorri Másson

Upp úr tvítugu fer ungt fólk á Íslandi ýmist að leita æðri menntunar eða tínist inn á vinnumarkað. Fyrr en varir tekur að glitta í alvöru lífsins. Það gengur ekki að búa hjá mömmu og pabba að eilífu og jafnvel gæti maður hreinlega hugsað sér að eignast sjálfur börn. Áður en maður veit af þráir maður ekkert heitar.

Þetta er gangur lífsins. Að axla ábyrgð í samfélaginu, finna sér hlutverk í gangverkinu, að ramba allt í einu á lífsförunaut, að stofna fjölskyldu og að eignast heimili. Gamanið er ekki búið! Það er rétt að byrja. Alvara lífsins er ævintýri lífsins. Ákveðin grunnatriði þurfa þó að vera í lagi svo að allt gangi upp.

Þjóðin vill búa í eigin húsi

Landsmenn hafa á þessari öld og þeirri síðustu lifað við það sem kalla má íslenska drauminn. Venjulegt

...