Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Í hjólbarðann ég hana set, hún er efni’ í þorskanet, allir hennar óttast bit, úti’ í garði rauð að lit
Halldór Blöndal
halldor@simnet.is
Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi:
Í hjólbarðann ég hana set,
hún er efni’ í þorskanet,
allir hennar óttast bit,
úti’ í garði rauð að lit.
Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu vísnagátunnar. Úlfar Guðmundsson er fljótur að átta sig:
Gúmmíslöngu í dekk ég set.
Slanga er efn’ í þorskanet.
Eiturslanga gráðug gín.
Garðslanga hér vökvar fín.
...