Guðmunda Andrésdóttir fæddist 3. nóvember 1922 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Salvör Ingimundardóttir, f. 1888, d. 1980, og Andrés P. Böðvarsson, f. 1896, d. 1931.

Guðmunda lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1941 og kennaraprófi frá Konstfackskolan í Stokkhólmi 1946. Hún stundaði nám við málaraskóla Otte Skjöld í Stokkhólmi 1945-46, Listaháskólann í Stokkhólmi 1946-48, L'Académie de la Grande Chaumière í París 1951 og við L'Académie Ranson í París 1951-53.

Guðmunda er einn helsti fulltrúi íslenskrar abstraktlistar og var um árabil einn félaga í Septem-hópnum. Árið 1990 var yfirlitssýning á verkum hennar á Kjarvalsstöðum. Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn ASÍ, Listasafn Kópavogs, Listasafn HÍ og Colby Art Museum í Maine í Bandaríkjunum eiga

...