Þór Sigfússon fæddist í Vestmannaeyjum 2. nóvember 1964. Árið 1969 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. „Það var þröngt um okkar stóru fjölskyldu í byrjun svo við fluttum töluvert á milli hverfa en með elju og dugnaði komu mamma og pabbi upp húsi þar sem nóg pláss var fyrir okkur öll. Ég stundaði því nám í þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og æfði með þremur knattspyrnuliðum en þetta var fínasta þjálfun í samskiptum,“ segir Þór.
Að loknu grunnskólanámi lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð sem Þór útskrifaðist frá árið 1984. Á þessum árum stofnaði Þór bókaforlagið Fjölsýn sem gaf út á annan tug bóka.
Þór var formaður Heimdallar, framkvæmdastjóri SUS og fréttaritari Morgunblaðsins í borgarstjórn samhliða námi í viðskiptadeild HÍ.
Að loknu BS- og meistaranámi í hagfræði
...