Dagur B. Eggertsson boðar vinstristjórn – Kristrún, nú bíður Dagur átekta. Ekki snúa í hann bakinu.
Einar S. Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson

Einar S. Hálfdánarson

Óhætt er að segja að framboð Dags B. Eggertssonar til Alþingis sé andstæðingum Samfylkingarinnar mikið fagnaðarefni. Dagur hefur trekk í trekk tapað kosningum í Reykjavík. Honum hefur þó alltaf tekist að ná sér í varadekk til að setja undir vagninn þegar springur. Það finnst þáttastjórnanda RÚV til merkis um gott gengi í pólitík; en gott og vel. Í öllu norðurkjördæmi Reykjavíkur er nafn hans órjúfanlega tengt umferðarteppum, framkvæmdaleysi og óstjórn. Nýi gróðurlausi steinsteypuskógurinn og fjáraustur í gæluverkefni er arfleifð hans í borginni. Að ógleymdum húsnæðisskortinum og lóðaokrinu. Og síðast, en ekki síst, að borgin sé komin á „válista“ eftirlitsaðila vegna skulda.

Dagur B. Eggertsson boðar vinstristjórn

Líkt og Dags er von og vísa tók hann sviðið í sínum fyrsta sjónvarpsþætti

...