Flóðin miklu á Spáni hafa nú kostað yfir 200 manns lífið. Björgunarmenn hafa opnað tímabundna líkgeymslu á hamfarasvæðinu og reyna nú hvað þeir geta til að leita eftirlifandi. Tugir eru enn ófundnir og er því óttast að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar á næstu dögum.
Sjónarvottar líkja flóðasvæðinu helst við vígvöll. Mannvirki, byggingar og aðrir mikilvægir innviðir eru víða löskuð eða hafa orðið fyrir altjóni. Ökutæki sem bárust með vatnsstraumnum hafa mörg safnast upp í hrúgum og er það til vitnis um þann mikla kraft sem flóðunum fylgdi.
Stjórnvöld á Spáni vara almenning við frekari hættu vegna komandi úrkomu á næstunni. Er fólki ráðlagt að halda sig innandyra og fjarri opnum svæðum. Mikilvægt sé að fylgjast með tilmælum.