Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, hefur dregið til baka ákvörðun ráðsins frá því í vikunni um að fækka áramótabrennum í borginni úr tíu í sex. Morgunblaðið greindi frá fyrri ákvörðun ráðsins í gær.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að áramótabrennur hafi mikla þýðingu fyrir fólk og séu hluti af áramótafagnaði þess.
„Við þurfum að staldra við og taka skref til baka og hafa íbúa með í ráðum um áform sem snerta jafn mikilvæga stund sem áramótin eru. Það er rétt að taka mið af viðbrögðum íbúa eins og viðbragðsaðilum. Ég þarf að kynna mér þau sjónarmið betur áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að fækka brennum. Þær skipa mikilvægan sess í áramótagleði borgarbúa sem eiga sér áratuga sögu.“
Skiptir ekki máli að það
...