Ég held að við höfum verið klukkutíma á nærbuxunum í þokunni og við fórum ekki úr vaðskónum; það tók því ekki því það kom alltaf ný og ný spræna. Þá heyrðist kallað úr þokunni: „Og fyrir þetta borgum við!“
Efri röð frá vinstri: Guðmundur Ágústsson, Arnlaugur Guðmundsson, Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Guðlaugur Sumarliðason, Halldór Magnússon og Stefán Kjartansson. Neðri röð frá vinstri: Anna Kristjánsdóttir, Torfhildur Samúelsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Sigrún Sigurgestsdóttir, Pálína Sigurbergsdóttir, Ásta Anna Vigbergsdóttir og Elísabet Magnúsdóttir. Á myndina vantar Margréti Elísabetu Jónsdóttur.
Efri röð frá vinstri: Guðmundur Ágústsson, Arnlaugur Guðmundsson, Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Guðlaugur Sumarliðason, Halldór Magnússon og Stefán Kjartansson. Neðri röð frá vinstri: Anna Kristjánsdóttir, Torfhildur Samúelsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Sigrún Sigurgestsdóttir, Pálína Sigurbergsdóttir, Ásta Anna Vigbergsdóttir og Elísabet Magnúsdóttir. Á myndina vantar Margréti Elísabetu Jónsdóttur.

Skátastarfið varð upphafið að ævilangri vináttu gönguhópsins Fet fyrir fet sem stofnaður var 1988 en vinirnir kynntust löngu fyrr, í barnæsku. Í 35 ár hefur hópurinn gengið saman einn sunnudag í mánuði, en auk þess hafa verið farnar lengri ferðir á sumrin, bæði hér heima og erlendis. Blaðamaður mætti heim til hjónanna Pálínu Sigurbergsdóttur og Stefáns Kjartanssonar til að heyra meira um þennan einstaka fótfráa vinahóp og þar voru einnig mætt Margrét Elísabet Jónsdóttir, Arnlaugur Guðmundsson og Halldór S. Magnússon til að segja sögur.

Virðing fyrir foringjanum

„Við byrjuðum öll mjög ung í skátunum, í Skátaheimilinu sem þá var braggi á Snorrabraut. Við áttum flest heima í Austurbænum eða Þingholtunum. Þannig að við kynntumst á aldrinum níu til þrettán ára,“ segir Pálína.

„Í

...