Landið sem er ekki til er yfirskrift sýningar Grétu Mjallar Bjarnadóttur sem var opnuð í gær, föstudaginn 1. nóvember, í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16 í Reykjavík.
Í tilkynningu segir að ljóð lýsi tilfinningum og skilningi á upplifun og geti þannig haft áhrif á alla listsköpun. Í daglegu lífi og námi gefi ljóðlistin hverjum og einum tækifæri til þroska. Þar kemur einnig fram að innsetningin Landið sem er ekki til byggist meðal annars á áhrifum myndmáls á Grétu Mjöll í ljóðum tveggja ljóðskálda þegar bækur þeirra komu út hér á landi fyrir um 30 árum. „Þar er um að ræða Edith Södergran, f. 1892, d. 1923, og Hannu Mäkelä, f. 1943.“
Var það Njörður P. Njarðvík sem þýddi og gaf út árið 1992 bók Södergran, Landið sem er ekki til, og Eyvindur Pétur Eiríksson sem þýddi árið 1993 bók Hannu Mäkelä, Árin sýna enga miskunn. Þá mun
...