Ég hef alltaf lesið mikið og okkur þykir gott að hafa mikið af bókum í kringum okkur á heimilinu. Undanfarin ár hef ég tekið reglulegar skorpur í bóklestri ásamt því að hafa alltaf bækur til taks sem ég glugga í.
Það hefur nýst mér vel í starfinu og nærir einnig söguáhugann að grípa niður í Sögu Garðabæjar, sem rituð er af Steinari J. Lúðvíkssyni. Ég rifja reglulega upp málefni sem eru nokkuð nálægt okkur í tíma en finnst þó merkilegast að lesa um verkefni hreppsnefndar Garðahrepps á 19. öld og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Félagsheimilið Garðaholt reis þrátt fyrir bágan fjárhag og hýsti m.a. skólastarf. Velferðarmál voru langstærsta verkefnið á þessum tíma, enda var stór hluti af vinnu hreppsnefndar að sjá til þess að allir hefðu eitthvað í sig og á. Það var leyst með öðrum hætti en nú tíðkast.
Ég hef mjög gaman af því að lesa glæpasögur
...