Evrópskur kvikmyndamánuður hófst í Bíó Paradís í gær og stendur til 7. desember. Í honum verður evrópskri kvikmyndagerð fagnað og fjöldi evrópskra kvikmynda sýndur. Opnunarmyndin er gamanmyndin Dog on Trial, eða Hundur fyrir rétti og af öðrum…
Dagur Kári Pétursson
Dagur Kári Pétursson

Evrópskur kvikmyndamánuður hófst í Bíó Paradís í gær og stendur til 7. desember. Í honum verður evrópskri kvikmyndagerð fagnað og fjöldi evrópskra kvikmynda sýndur. Opnunarmyndin er gamanmyndin Dog on Trial, eða Hundur fyrir rétti og af öðrum kvikmyndum mánaðarins má sérstaklega nefna nýjustu mynd spænska leikstjórans Pedro Almodóvar, The Room Next Door sem hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr á þessu ári. Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson frumsýnir einnig nýjustu kvikmynd sína, danska útgáfu af ítölsku kvikmyndinni Perfetti Sconosciuti. Íslensk útgáfa sama verks var kvikmyndin Villibráð.

Frekari upplýsingar um dagskrá kvikmyndahússins Bíó Paradís má finna á vefnum bioparadis.is.