Það var dýrmætur árangur fyrir Selenskí að fá þann stuðning norrænu ríkjanna fimm sem birtist í Þingvallaályktuninni.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Fundir norrænna forsætisráðherra, utanríkisráðherra og þingmanna á Þingvöllum og í Reykjavík í vikunni færðu Íslendinga nær stríðinu í Úkraínu og harðstjórnum Belarús og Rússlands með heimsóknum Volódimírs Selenskís Úkraínuforseta og Svjatlönu Tsikanoskaju, leiðtoga lýðræðishreyfingarinnar í Belarús.

Enn einu sinni var staðfest að stríð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu er brot á alþjóðalögum og aðför að sjálfsákvörðunarrétti þjóða, landamærahelgi og lýðræðislegum stjórnarháttum.

Alvarleg viðvörun felst í orðum Selenskís um að hann óttist að vestræn ríki bregðist við þátttöku norðurkóreskra hermanna í stríði

...