Pistill
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
James Buchanan. Hringir nafnið einhverjum bjöllum? Jú, einmitt, hann var fimmtándi forseti Bandaríkjanna. Buchanan tók við embætti 1857 en lýsti því yfir strax í langri innsetningarræðu sinni að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri að fjórum árum liðnum. Þá tók Abraham nokkur Lincoln við, eða bara Abe, eins og við í ALAS-félaginu köllum hann, það er Abraham Lincoln Appreciation Society.
En hvers vegna er ég að dusta rykið af Buchanan, öllum þessum árum síðar? Jú, hann er merkilegur fyrir þær sakir að hann er síðasti demókratinn sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna strax á eftir öðrum demókrata. Já, já, við erum að tala um 167 ár. Þið sjáið áskorunina sem Kamala Harris stendur frammi fyrir á þriðjudaginn.
...