Ómar Ingi Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari U15 ára landsliðs karla í fótbolta. Hann gegnir jafnframt starfi yfirmanns hæfileikamótunar karla hjá KSÍ og verður aðstoðarþjálfari U19 ára landsliðsins. Ómar, sem er 38 ára gamall, hefur þjálfað hjá HK um árabil og þrjú síðustu árin verið þjálfari meistaraflokks karla hjá Kópavogsfélaginu. Hann tilkynnti á dögunum að hann væri hættur þar og hafnaði þá tilboði um að þjálfa lið HK áfram.