Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Svandís Svavarsdóttir formaður VG segir að þau vandamál sem nágrannaríkin hafi ratað í vegna straums flóttamanna til landanna megi rekja til skorts á inngildingu. Svandís er gestur Spursmála og er þar spurð út í öryggi íslenskra landamæra. Í viðtalinu er upplýst að hér á landi séu einstaklingar sem hafa tengsl við hryðjuverkasamtök á Gasasvæðinu. Fullyrðir Svandís að vangaveltur tengdar þeirri staðreynd feli í sér rasisma en að hún hafi staðið hart gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og hafi meðal annars stutt við breytingar á lögreglulögum og að aukinn kraftur sé settur í alþjóðlegt samstarf lögreglunnar.

Fjallað er um viðtalið í Morgunblaðinu í dag en það er einnig aðgengilegt á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum. » 4