Þetta nám hefur hingað til einungis verið í boði utan landsteinanna og fyrir vikið var einkar kærkomið þegar það stóð okkur loksins til boða hér heima,“ segja þær Valgerður Bára Bárðardóttir og Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir, tvær af þeim 12…
Fagnað Níu þeirra sem útskrifuðust komu saman til að fagna áfanganum. Standandi f.v. Fanney Viktoría Kristjánsd., Valgerður Bára Bárðard., Hrafnhildur Benediktsd., Guðrún Ásbjörg Stefánsd. Sitjandi f.v. Bryndís Berg, Ragnheiður H. Eiríksd. Bjarman, Ína Rós Jóhannesd., Guðríður Ringsted og Júlía Matthildur Brynjólfsd. Á mynd vantar Guðfinnu Betty Hilmarsdóttur, Snærúnu Ösp Guðmundsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur.
Fagnað Níu þeirra sem útskrifuðust komu saman til að fagna áfanganum. Standandi f.v. Fanney Viktoría Kristjánsd., Valgerður Bára Bárðard., Hrafnhildur Benediktsd., Guðrún Ásbjörg Stefánsd. Sitjandi f.v. Bryndís Berg, Ragnheiður H. Eiríksd. Bjarman, Ína Rós Jóhannesd., Guðríður Ringsted og Júlía Matthildur Brynjólfsd. Á mynd vantar Guðfinnu Betty Hilmarsdóttur, Snærúnu Ösp Guðmundsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Þetta nám hefur hingað til einungis verið í boði utan landsteinanna og fyrir vikið var einkar kærkomið þegar það stóð okkur loksins til boða hér heima,“ segja þær Valgerður Bára Bárðardóttir og Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir, tvær af þeim 12 hjúkrunarfræðingum sem útskrifuðust um liðna helgi fyrstar allra úr tveggja ára meistaranámi í klínískri geðhjúkrun hér á landi. Námið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, geðþjónustu Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Nú hefur Heilsugæslan einnig bæst í hópinn hjá þeim nemendum sem hófu nám í haust.

„Ég hef starfað lengi á geðsviðinu en ég ákvað að sækja um námið af því mig langaði til að efla færni mína og ég vildi geta sinnt skjólstæðingum mínum betur. Ég leit á þetta sem

...