Hilmar B. Jónsson fæddist 25. október 1942. Hann lést 11. september 2024. Bálför fór fram 16. september 2024.
Svo langt aftur sem ég man æskuárin var árviss sumardvöl í Ljárskógum sjálfsagður hluti tilverunnar. Sú skipan var vinsæl hjá okkur bræðrunum og tilhlökkunin einlæg. Í Ljárskógum beið hlýr faðmur ömmu og móðursystkina, Munda, Veigu og Rögnu og svo var spennandi og skemmtilegt að hitta Hilmar Braga, eða Dengsa frænda sem við nefndum jafnan svo. Hann var í hugum okkar æðstaráð í sveitinni og engin minning er til um Ljárskóga án hans. Sumrin þar voru yndisleg, barmafull af söng og ævintýrum og jafnan sótti þangað sægur barna sem öll voru frændsystkin okkar. Heimilið gestkvæmt og fullt af hlýrri gleði. Líf okkar barnanna var vissulega leikur en líka alvara, agi og vinnusemi. Dengsi var á heimavelli í Ljárskógum frá ungum aldri til unglingsára. Hann þekkti allt, kunni til verka og
...