— AFP

Íslensk dagblöð gerðu sér snemma grein fyrir því að lesendur hafa áhuga á fréttum af fræga, ríka og fína fólkinu í þessum heimi. Ekki síst einkalífi þess, ástum og örlögum. Oftar en ekki hefur verið fjallað um þetta fólk af svolítilli léttúð og kímni og kaldhæðni jafnvel með í för. Hvað segið þið um smá sýnishorn? Er þýski ljósmyndarinn, rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn, iðnjöfurinn, auðkýfingurinn og jú, glaumgosinn, eins og það var gjarnan kallað, Gunter Sachs nokkuð verri en hver annar?

Sachs fæddist 1932 og lést 2011, 78 ára að aldri, eftir mjög svo viðburðaríka ævi. Hann þótti snemma mikill kvennaljómi og komst líklega fyrst í heimsfréttirnar sem slíkur vegna ástarsambands síns og írönsku keisaraynjunnar Sorayu Esfandiary, sem var mikið dálæti gulu pressunnar.

Það var einmitt það samband sem kom

...