Requiem þýðir „hvíla“ og er sótt í upphafsorð hinnar kaþólsku sálumessu, „Requiem aeternam dona eis Domine“ – „Veit þeim Drottinn eilífa hvíld“.
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson

Þann 2. nóvember ár hvert heldur heimskirkjan upp á svokallaða allrasálnamessu. Allrasálnamessa er haldin til að minnast látinna ástvina og biðja fyrir þeim. Víða um lönd kveikja menn á allrasálnamessu ljós á leiðum ástvina sinna og halda fyrirbænaguðsþjónustur fyrir þeim sem horfnir eru úr þessum heimi. Sálumessa er ættuð úr kaþólskum sið og er, eins og nafnið bendir á, messa fyrir sálu hins látna, útfararmessa. Latneska heitið er requiem og þekkt úr tónlistarheiminum, t.d. Sálumessa Mozarts. Requiem þýðir „hvíla“ og er sótt í upphafsorð hinnar kaþólsku sálumessu, „Requiem aeternam dona eis Domine“ – „Veit þeim Drottinn eilífa hvíld“

Einn af textum allrasálnamessu fjallar um öll þau sem komin eru úr þrengingunni miklu, frá dauðanum og til eilífa lífsins, og hafa hvítþvegið sig í

...