Bækur
Kristján Jóhann
Jónsson
Arnaldur Indriðason er mikill sagnameistari og veröldin er full af mótsögnum og þverstæðum. Þetta tvennt er rétt að hafa í huga áður en lengra er haldið. Aðalpersóna þessarar skáldsögu er þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson og með því að velja það viðfangsefni er hátt reitt til höggsins. Jónas hefur af þjóðinni verið valinn sem meginskáld eða frumskáld þess söguskeiðs sem enn stendur, fulltrúi lands, þjóðar og tungu og talsmaður framtíðar og fegurðar meðal landa sinna. Einmitt þess vegna eru margir honum og sögu hans handgengnir, með öllu sem því fylgir. Það er dálítið glæfraspil að draga upp sína eigin mynd af Jónasi í skáldsögu því hún er líkleg til þess að stangast á við annarra manna hugmyndir. Í þessari bók eru mörg atvik og persónur sem sagt hefur verið frá annars
...