Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir náði frábærum árangri á Evrópumóti U23-ára í ólympískum lyftingum í Razyn í Póllandi í vikunni. Eygló varð Evrópumeistari í 71 kg flokki og vann til þrennra gullverðlauna á mótinu en hún setti nýtt…
Evrópumeistari Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin á verðlaunapallinum í Razyn ásamt vinkonu sinni Guðnýju Björk Stefánsdóttur.
Evrópumeistari Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin á verðlaunapallinum í Razyn ásamt vinkonu sinni Guðnýju Björk Stefánsdóttur. — Ljósmynd/Gregor Winters

Lyftingar

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir náði frábærum árangri á Evrópumóti U23-ára í ólympískum lyftingum í Razyn í Póllandi í vikunni.

Eygló varð Evrópumeistari í 71 kg flokki og vann til þrennra gullverðlauna á mótinu en hún setti nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílógrömmum í snörun og 133 kílógrömmum í jafnhendingu. Eygló átti sjálf Norðurlandametið en hún bætti gamla metið um eitt kílógramm.

„Mér líður ótrúlega vel eftir þetta allt saman og ég er mjög sátt við þennan árangur,“ sagði Eygló í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta var mitt síðasta Evrópumót í ungmennaflokknum og það

...