Benoný Breki Andrésson, hinn 19 ára gamli sóknarmaður KR-inga, var besti ungi leikmaðurinn í Bestu deild karla í fótbolta árið 2024, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Benoný tryggði sér efsta sætið hjá leikmönnum 21 árs og yngri með…
Besta deildin
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Benoný Breki Andrésson, hinn 19 ára gamli sóknarmaður KR-inga, var besti ungi leikmaðurinn í Bestu deild karla í fótbolta árið 2024, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.
Benoný tryggði sér efsta sætið hjá leikmönnum 21 árs og yngri með frábærum endaspretti en hann fékk þrjú M fyrir lokaleikinn í deildinni, þegar hann náði gullskónum og setti markametið, 21 mark á tímabilinu.
Fram að lokaleikjunum var baráttan um efsta sætið hjá yngri leikmönnum á milli Kjartans Kára Halldórssonar úr FH og Víkinganna Danijels Dejans Djuric og Ara Sigurpálssonar.
Eftir 22 umferðir var Kjartan með 15 M og þeir Danijel og Ari 14 M hvor. Kjartan fékk
...