Talgervill mállíkansins ChatGPT hefur hlotið íslenskar raddir og er því hægt að spyrja spurninga upphátt á íslensku og fá svar frá gervigreindinni á sama máli, með afbragðsgóðum framburði. Fyrirtækið uppfærði talgervil sinn í ChatGPT Plus í vikunni, …

Talgervill mállíkansins ChatGPT hefur hlotið íslenskar raddir og er því hægt að spyrja spurninga upphátt á íslensku og fá svar frá gervigreindinni á sama máli, með afbragðsgóðum framburði.

Fyrirtækið uppfærði talgervil sinn í ChatGPT Plus í vikunni, sem er nú aðgengilegur öllum notendum sem greiða fyrir aðgang. Í gjaldfrjálsu útgáfu forritsins er að finna talgervil sem er töluvert takmarkaðri bæði í framburði, skilningi og upplýsingaöflun.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir spennandi tíma fram undan fyrir íslenska tungu.

„Það eru mikil tímamót fyrir okkur að fá íslenskuna inn í raddformi. Helsta markmið okkar máltæknistarfs hefur verið að hægt sé að eiga samskipti við tæknina á íslensku. Hér náum við því markmiði því nú er hægt að eiga í hrókasamræðum um alla heimsins hluti á íslensku við ChatGPT.“