Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sýningar á fyrstu kvikmynd leikstjórans Ólafs Árheim, Eftirleikir, hófust í Laugarásbíói fyrir helgi og er það ógnartryllir, að sögn leikstjórans. Það sést líka vel á stiklunni en þó virðist örla á gamansömum tóni og þá í svartari kantinum. Ólafur segist hafa byrjað að skrifa handrit myndarinnar árið 2016 og hófst framleiðsla ári síðar. Það er býsna langur tími og segir Ólafur tímafrekt að gera kvikmynd upp á eigin spýtur og fjármagna hana úr eigin vasa. „Það tekur oft mörg ár,“ bendir hann á.
Ólafur hefur gert stuttmyndir allt frá níu ára aldri. „Ég ól sjálfan mig upp á kvikmyndum og kvikmyndagerð og komst inn í Kvikmyndaskólann 17 ára, árið 2012 eða ‘13 en gat að vísu ekki byrjað í skólanum fyrr en ég var orðinn 18 ára,
...