Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sigurður Bragason, einsöngvari, söngkennari, tónskáld og kórstjórnandi, varð sjötugur í ágúst og af því tilefni er kominn út diskurinn Blómljóð með 14 lögum eftir hann. Samnefnd bók með sömu lögum fyrir kór, einsöng, píanó og orgel fylgir með. „Ég er mjög ánægður með diskinn og hef fengið mikið lof fyrir hann,“ segir Sigurður, sem byrjaði að dreifa disknum í plötuverslanir og bókabúðir í liðinni viku.
„Lögin á disknum samdi ég á undanförnum 30 árum,“ heldur Sigurður áfram, en áður hefur hann sungið lög og ljóðaflokka eftir mörg af helstu tónskáldum tónbókmenntanna inn á fimm diska og gefið út þrjár bækur með eigin lögum. Hann hefur stjórnað nokkrum kórum á undanförnum árum, meðal annars Kammerkór Nýja tónlistarskólans, Árnesingakórnum
...