Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í nýbirtri álagningu skattsins á lögaðila vegna rekstrar síðasta árs kemur fram að íslensk fjármálafyrirtæki greiddu í fyrra um 17 milljarða króna í sértæka skatta. Um er að ræða þrenns konar skatta sem önnur fyrirtæki þurfa ekki að greiða og reiknast skattarnir af launagreiðslum, skuldum og hagnaði fjármálafyrirtækjanna. Þá þarf fjármálageirinn einnig að greiða sérstakt gjald fyrir rekstur Fjármálaeftirlitsins og Umboðsmanns skuldara og saman nema þessir sértæku skattar og gjöld u.þ.b. 20 milljörðum króna.
Heiðrún Emilía Jóndóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF), minnir á að við þessa upphæð bætist þeir almennu skattar sem bankarnir greiða af hagnaði og launum og að allt skattspor fjármálageirans hlaupi á tugum milljarða.
...