Magnús E. Smith, Lára María Valgerðardóttir, Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir.
Haustið 2021 fór Háskólinn á Akureyri af stað með diplómanám fyrir sjúkraliða í samstarfi við Sjúkraliðafélag Íslands og heilbrigðisáðuneytið. Í boði eru tvær námsleiðir, annars vegar öldrunar- og heimahjúkrun og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun.
Ákveðið var að byrja á að hafa þessi tvö kjörsvið og var mikill og góður undirbúningur lagður í gerð námskrár, en báðar þessar námsbrautir eru 60 ECTS-einingar sem m.a. stuðla að aukinni fræðilegri þekkingu á áhrifum lyfja, verklegri þjálfun í lyfjagjöf, blóðtökum og uppsetningu æðaleggja, ásamt stjórnun og teymisvinnu.
Mikil áhersla er lögð á öldrunarsjúkdóma í öldrunar- og heimahjúkrunarnáminu auk sérhæfðrar þjálfunar í samtalstækni og framkomu við skjólstæðinga í
...