Fyrir Alþingi liggur það verkefni að útdeila þegnunum jólagjöf í formi milljarða króna skatta- og verðlagshækkana.
Benedikt S. Benediktsson
Benedikt S. Benediktsson

Benedikt S. Benediktsson

Á næstu einni til tveimur vikum ætlar Alþingi að fá lagagildi fjárlagafrumvarpi 2025 ásamt fylgitunglum. Meðal fylgitunglanna er frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til laga um kílómetragjald, 7 milljarða kr., skattahækkunarjólapakki fyrir næsta ár og tugmilljarða skattapakki til jóla næstu ára.

Jólagjöfin er kynnt undir formerkjum nokkurs konar dyggðar. Með hana eiga þegnarnir að vera ánægðir þar sem henni er ætlað að leiða til jafnræðis, allir borgi. Gjöfin er svo skreytt með borða, u.þ.b. 100% hækkun kolefnisgjalds.

Máttlaus önd

Ríkisstjórnin er starfsstjórn eftir að einn stjórnarflokkanna boðaði skilnað í vor, annar ákvað að þá réttast að slíta sambandinu strax og var í kjölfarið kallaður svikari. Þriðja flokknum finnst þetta

...