Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir
Það hefur aldrei verið mikilvægara að taka stöðuna og greina bæði orkuþörf og orkusóun, hvar koma má í veg fyrir tap í kerfinu um leið og tryggt verði að heimilin séu ávallt í forgangi þegar kemur að orkuauðlindinni. Staðreyndin er að mengandi stóriðja notar 80% af raforku landsins meðan önnur fyrirtæki nota um 15% og heimilin einungis 5% hennar. Þá tapast 4-5% af framleiddri raforku í kerfinu sjálfu, sem jafngildir notkun allra heimila í landinu og því gríðarlega mikilvægt að leita leiða til að koma í veg fyrir þessa orkusóun og tap á raforku. Það er hægt að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði eins og fram kom á fundi Landsvirkjunar í nóvember 2023.
Nú á tímum orkuskipta er mikilvægt að næg orka sé til svo hægt verði að halda áfram á þeirri braut í þágu þjóðar, umhverfis og náttúru. Þar er mikilvægt að gæta
...