Hér ríkir ekki orkuskortur heldur röng forgangsröðun og gróðahyggja af verstu sort.
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir

Það hefur aldrei verið mikilvægara að taka stöðuna og greina bæði orkuþörf og orkusóun, hvar koma má í veg fyrir tap í kerfinu um leið og tryggt verði að heimilin séu ávallt í forgangi þegar kemur að orkuauðlindinni. Staðreyndin er að mengandi stóriðja notar 80% af raforku landsins meðan önnur fyrirtæki nota um 15% og heimilin einungis 5% hennar. Þá tapast 4-5% af framleiddri raforku í kerfinu sjálfu, sem jafngildir notkun allra heimila í landinu og því gríðarlega mikilvægt að leita leiða til að koma í veg fyrir þessa orkusóun og tap á raforku. Það er hægt að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði eins og fram kom á fundi Landsvirkjunar í nóvember 2023.

Nú á tímum orkuskipta er mikilvægt að næg orka sé til svo hægt verði að halda áfram á þeirri braut í þágu þjóðar, umhverfis og náttúru. Þar er mikilvægt að gæta

...