Verulega hefur dregið úr áfengisneyslu unglinga á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem voru kynntar á Þjóðarspeglinum.
Ársæll Már Arnarsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði, segir í samtali við Morgunblaðið að það megi að miklu leyti rekja til þess að foreldrar og aðrir fullorðnir séu meira hikandi við að útvega unglingum áfengi. Jafnframt virðist fjöldi þeirra unglinga sem hafa prófað kannabis ekki hafa aukist á heildina litið. Könnunin bendir þó til þess að hlutfall þeirra unglinga sem neyta áfengis og kannabis í miklu magni hafi aukist á síðustu áratugum. „Það er sennilega vegna þess að á heildina litið er ekki jafn strangt foreldraeftirlit í þeim hóp og þetta eru unglingar sem hafa oft og tíðum ekki jafn góða umgjörð í kringum sig,“ segir Ársæll . Hann ítrekar þó að hver sem er geti byrjað að reykja kannabis. gsa@mbl.is