Mikil reiði ríkir í Valensíuhéraði eftir verstu flóð sem sögur fara af í landinu. Í heimsókn Filippusar Spánarkonungs og Letiziu drottningar til bæjarins Paiporta í gær mætti þeim reiður múgur sem kallaði þau morðingja og kastaði á þau leðju. Í bænum, þar sem 25 þúsund manns búa, hafa 70 látist í flóðunum og ekki er vitað hversu margra er saknað.
Paiporta var fyrsti staðurinn á skipulagðri ferð konungs um hamfarasvæðin, en eftir þessar móttökur var ferðinni aflýst.
Kom fimm dögum of seint
Bæjarbúar hrópuðu að heimsóknin væri fimm dögum of sein. „Þetta eru ekki dauðsföll, þetta eru morð,“ hrópuðu nokkur ungmenni á meðan grátandi maður sagði konungshjónunum að fara út úr bænum.
Þegar konungurinn reyndi að nálgast mannfjöldann, með leðju framan
...