Oft virðist það tilviljun háð hvort eitthvað gári yfirborðið eða sökkvi í djúpið sem engu skilar,“ skrifar Ólafur Stefánsson á Boðnarmiði. „Ég kalla það tilviljun að staka bláfátæks Skagfirðings hafi geymst í hundrað og fimmtíu ár, og sé …
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Oft virðist það tilviljun háð hvort eitthvað gári yfirborðið eða sökkvi í djúpið sem engu skilar,“ skrifar Ólafur Stefánsson á Boðnarmiði. „Ég kalla það tilviljun að staka bláfátæks Skagfirðings hafi geymst í hundrað og fimmtíu ár, og sé enn tiltæk, vísa sem lýsir sáru tóbaksleysi tómthússmannsins Bjarna Bjarnasonar, Brekku-Bjarna, langafa míns.
Á himininn skyldi ég höggva rauf
og henda þér upp á stallinn,
ef þú tækir tóbakslauf
og træðir upp í kallinn.“
Téður Brekku-Bjarni og Rannveig Sigurðardóttir, langamma Ólafs, bjuggu saman í Brekkuhúsum í Skagafirði í sex ár. Um fardaga vorið 1875 skutu þau skjólshúsi yfir
...